Opið hús: 17. september 2025 kl. 17:00 til 17:30.Smárarimi 50- Fallegt, vandað og vel skipulagt einbýlishús á tveimur hæðum með aukaíbúð á einstökum útsýnisstað í Grafarvogi. - Opið hús miðvikudaginn 17. september á milli kl. 17.00 og 17.30 - Verið velkomin.
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt, vandað og vel skipulagt 315,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum á einstökum útsýnisstað innst í botnlanga við opið svæði við Smárarima í Grafarvogi.
Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands skráð 315,2 fermetrar að stærð á tveimur hæðum að meðtöldum tvöföldum 51,1 fermetra bílskúr og geymslu sem er 19,1 fermetri, en þar er ekki getið um stækkun neðri hæðar bílskúrs um 31,0 fermetra sem grafnir voru út til að stækka íbúð sem er undir bílskúrnum.
Heildarstærð eignarinnar er því um 345,2 fermetrar og skiptist þannig að íbúðarhúsið er 233,2 fermetrar að stærð, bílskúrinn er 51,1 fermetri og íbúð undir bílskúr er 51,1 fermetri að stærð og er með sérinngangi af baklóð hússins.
Eignin stendur á 939,0 fermetra glæsilegri lóð á virkilega fallegum og rólegum stað innst í botnlanga á fallegum útsýnisstað við opið svæði. Stórar flísalagðar svalir eru út af efri hæð hússins á suður og vesturhlið með stiga niður á lóð. Stór og skjólsæl viðarverönd er til suðurs útaf neðri hæð hússins. Hellulögð stétt og upphituð hellulögð innkeyrsla er framan við bílskúr sem rúmar vel þrjá bíla.
Að innan er húsið virkilega vel skipulagt og mikil lofthæð er á efri hæð þess þar sem eru eldhús, stofur og gestasnyrting. Á neðri hæð eru m.a. hjónaherbergi með baðherbergi innaf, tvö barnaherbergi, baðherbergi og þvottaherbergi.
Hægt er að bóka einkaskoðun hjá [email protected] / s 692 1540
Lýsing eignar:
Efri hæð eignarinnar skiptist þannig:Forstofa, flísalögð og með miklum fataskápum.
Gangur, parketlagður og bjartur.
Eldhús, flísalagt, hvít innrétting með búrskáp, innbyggður ískápur, innbyggð uppþvottavél, eyja með spanhelluborði, tveir ofnar í vinnuhæð, góð borðaðstaða við glugga með sérsmíðuðum bekk og fallegu útsýni. Úr eldhúsi er útgengi á rúmgóðar flísalagðar svalir til suðvesturs með frábæru útsýni og þaðan niður á baklóð hússins.
Borðstofa, innaf eldhúsi er mjög rúmgóð, björt og parketlögð með gluggum í tvær áttir.
Samliggjandi setu- og sjónvarpsstofa, mjög rúmgóðar, bjartar og parketlagðar með sérsmíðuðum innréttingum og útgengi á flísalagðar svalir til suðvesturs með frábæru útsýni.
Gestasnyrting, með glugga, flísalagt gólf og hluti veggja, upphengt wc og innrétting.
Gengið er niður á neðri hæð hússins um steyptan teppalagðan stiga frá gangi efri hæðar.Neðri hæð hússins skiptist þannig:Svefnherbergisgangur, rúmgóður og teppalagður.
Þvottaherbergi, með glugga, flísalagt gólf, innrétting með stæðum fyrir vélar í vinnuhæð, fatahengi og útgengi á lóð.
Barnaherbergi I, parketlagt og mjög rúmgott með fataskápum og gluggum í tvær áttir. Þetta herbergi er á teikningum tvö herbergi.
Barnaherbergi II, parketlagt og með fataskápum.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, upphengt wc, baðkar, flísalögð sturta og innrétting.
Hjónaherbergi, parketlagt og mjög rúmgott með fataskápum á heilum vegg og útgengi á viðarverönd. Baðherbergi er innaf hjónaherbergi.
Baðherbergi, inn af hjónaherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, flísalögð sturta með sturtugleri, innrétting og handklæðaofn.
Bílskúr, sem er 51,1 fermetri að stærð er flísalagður með góðum gluggum, rafmagni, heitu og köldu rennandi vatni, mótor á bílskúrshurð og göngudyrum.
Aukaíbúð, sem er undir bílskúr og er með sérinngangi af baklóð, er 51,1 fermetri að stærð og skiptist þannig: Inngangur, parketlagður.
Eldhús, parketlagt og með hvítri Ikea innréttingu, rafmagnshelluborði og ísskáp.
Alrými, parketlagt, eitt rými og skipt niður með fataskáp í svefnaðstöðu, stofu og borðaðstöðu.
Baðherbergi, með glugga, upphengt wc, innrétting undir vaski og sturta.
Húsið, sem einn eigandi er að frá upphafi, er staðsteypt og byggt árið 1993. Húsið hefur alla tíð fengið gott viðhald og er í góðu ástandi að utan. Húsið var málað að utan árið 2019 sem og tréverk og þak.
Lóðin er 939,0 fermetrar að stærð, fullfrágengin með hellulagðri stétt við hlið hússins og hellulagagðri upphitaðri innkeyrslu fyrir framan bílskúr. Stór viðarverönd er á baklóð ásamt hellulögðum stéttum og er lóðin tiltölulega viðhaldslétt með tyrfðum flötum og trjárbeðum.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð í grónu og eftirsóttu hverfi í Grafarvogi þaðan sem stutt er út á stofnbraut, fallegar gönguleiðir, leikskóla, skóla, sundlaug, íþróttarsvæði, golfvöll, verslanir o.fl.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.