Opið hús: 16. ágúst 2025 kl. 13:00 til 13:30.Víðilundur 4 - Einbýlishús á einni hæð á stórri lóð á eftirsóttum stað - Opið hús laugardaginn 16. ágúst á milli kl. 13.00 og 13.30 - Verið velkomin - Athugið að eignin verður ekki sýnd fyrr en á opnu húsi
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt, þó nokkuð endurnýjað, bjart og fallegt 207,6 fermetra einbýlishús á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bílskúr á frábærum stað á móti suðri við Víðilund í Garðabæ.
Húsið hefur alla tíð fengið gott viðhald og endurnýjun eins og þurft hefur. M.a. hefur verið skipt um gler að stórum hluta, skipt um þakefni, bílskúrshurðir og mótorar endurnýjaðir o.fl.
Fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2026 verður 156.550.000.-
Eignin stendur á 972,0 fermetra lóð sem er mjög fallega ræktuð, gróin og skjólsæl. Stór hellulögð innkeyrsla og stétt fyrir framan húsið með hitalögnum undir og hellulagður stígur og verönd norðan við húsið eru einnig upphituð að hluta.
Eignin var þó nokkuð endurnýjuð hið innra árið 2008.
- Eldhúsinnrétting og tæki
- Gestasnyrting endurnýjuð
- Baðherbergi endurnýjað. Lýsing eignar:Forstofa, marmaralögð og rúmgóð með innbyggðum fataskápum.
Gestasnyrting, flísalagt gólf og veggir að hluta, vegghengt wc., vaskskápar og fastur spegill á vegg.
Hol, mjög rúmgott og bjart, parketlagt og með útgengi á hellullagða og skjólsæla verönd til suðurs.
Eldhús, opið við borðstofu, parketlagt og bjart með gluggum í tvær áttir. Fallegar ljósar viðarinnréttingar með kvartsteini á borðum, innbyggðri uppþvottavél, tveimur ofnum og gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp með klakavél. Góð borðaðstaða er í eldhúsi.
Samliggjandi stofur, parketlagðar, mjög rúmgóðar og bjartar með gluggum til suðurs og vesturs auk útgengis á verönd til suðurs um rennihurð. Fallegt útsýni frá stofum til suðurs og gólfsíðir gluggar og rennihurð til vesturs.
Svefngangur, parketlagður.
Barnaherbergi I, mjög stórt og parketlagt með innbyggðum fataskápum. Á teikningum er þetta herbergi sýnt sem tvö barnaherbergi.
Þvottaherbergi, dúklagt og rúmgott með innréttingum, vinnuborði, vaski og útgengi á baklóð.
Tvær geymslur, innaf þvottaherbergi eru dúklagðar.
Barnaherbergi II, parketlagt.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, miklar innréttingar með tveimur frístandandi vöskum og kvartsteini á borðum. Handklæðaofn, vegghengt wc og flísalögð rúmgóð gólfsturta með sturtugleri.
Hjónaherbergi, parketlagt og rúmgott.
Fataherbergi, innaf hjónaherbergi er með glugga, parketlagt og með góðum innréttingum.
Bílskúr, sem innangengt er í úr þvottaherbergi, er 56,0 fermetrar að stærð og tveimur innkeyrsludyrum sem báðar eru með mótor. Gluggar, rennandi heitt og kalt vatn og lakkað gólf í bílskúr.
Kyndiklefi, innaf bílskúr er með glugga og niðurfalli í lökkuðu gólfi.
Húsið að utan lítur vel út, klætt með steniklæðningu og pappa á hallandi þaki. Þakrennur og niðurföll hafa verið endurnýjuð og skipt hefur verið um gler í gegnum tíðina eins og þurft hefur.
Lóðin, sem er 972,0 fermetrar að stærð, er virkilega falleg, gróin og skjólsæl á móti suðri. Stór hellulögð innkeyrsla og stétt eru fyrir framan húsið með hitalögnum undir auk tyrfðar flatar og tjárgróðurs. Á baklóð eru tvær hellulagðar verandir og er sú er vísar í suður með skjólveggjum. Auk þess er stór tyrfð flöt og fallegur gróður.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum og grónum stað í Lundunun í Garðabæ þaðan sem stutt er í Flataskóla, Garðaskóla, íþróttasvæði Stjörnunnar, Sundlaug Garðabæjar, verslanir og þjónustu á Garðatorgi og út á aðalbrautir.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]