Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu gott verslunar-, iðnaðar- og lagerhúsnæði á einni hæð, samtals 829,1 fermetra, á virkilega góðum stað, miðsvæðis í borginni við Brautarholt 8 í Reykjavík. Lýsing á hinum metnu eignarhlutum:Hér er um að ræða alla 1. hæð hússins nr. 8 við Brautarholt í Reykjavík sem er verslunar-, skrifstofu- og lagerhúsnæði samtals að gólffleti 829,1 fermetrar. Hæðin er tveir eignarhlutar, 46,5% af heildareigninni og skiptast eignarhlutarnir þannig skv. Fasteignaskrá HMS:
Eignarhluti 201-0538 01 0101 að gólffleti 276,9 fermetrar, merkt Saumastofa skv. Fasteignaskrá.
Eignarhluti 201-0539 01 0102 að gólffleti 552,2 fermetrar, merkt Prentsmiðja skv. Fasteignaskrá. Nánari lýsing:Verslunarrými með inngangi frá austri, mikil lofthæð og stórir verslunargluggar bæði til austurs og norðurs, flotað gólf. Snyrting innaf, dúklagt gólf. Lagerrými innaf verslun með þakgluggum, dúkflísar á gólfi. Fremri lager til suðurs með góðum innkeyrsludyrum sem eru um 3,8 metrar á hæð og 2,5 metrar á breidd. Skrifstofa og tæknirými innaf lager. Eldhús, með innréttingu og borðaðstöðu, dúkflísar á gólfi. Gangur, breiður og flísalagður. Tvær snyrtingar, vegghengd w.c., innrétting og flísalögð gólf. Lítil skrifstofa gluggalaus, dúkflísar á gólfi.
Gengið í stigahús af gangi til norðurs. Fundarherbergi, gluggalaust, parket á gólfi. Fjórar skrifstofur, dúklagt gólf á einni, en hinar eru parketlagðar. Opin vinnuaðstaða innst á gangi.
Eignarhlutarnir eru í nokkuð góðu ásigkomulagi að innan.
Húsið er steinsteypt, byggt árið 1961 og lítur ágætlega út að utan, málað og viðgert árið 2013. Þak á framhúsi er í góðu ásigkomulagi, en þak yfir viðbyggingu, port, þarf að endurnýja. Búið er að endurnýja raflagnir, ofna- og ofnalagnir að hluta. Fráveitulagnir/klóaklagnir eru ónýtar og þarf að endurnýja sbr. fyrirliggjandi skýrslu sem unnin var af Pípulagnaþjónustu Reykjavíkur í febrúar 2025.
Lóðin er 1.204,0 fermetrar að stærð, leigulóð frá Reykjavíkurborg, frágengin og með malbikuðum bílastæðum. Lóðin er sameiginleg með öðrum eignarhlutum hússins.
Fasteignin er vel staðsett á horni Brautarholts og Stúfholts. Fastanúmer eignarhluta: F201-0538 01 0101 og F201-0539 01 0102. Landnr. L103023.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]