Opið hús: 30. apríl 2025 kl. 12:00 til 12:30.Vitastígur 14a - Mikið endurnýjuð stúdíóíbúð á jarðhæð - Opið hús miðvikudag kl. 12.00 og 12.30 - Verið velkomin
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu mjög skemmtilega, frábærlega skipulagða og mikið endurnýjaða 20,8 fermetra ósamþykkta stúdíóíbúð á jarðhæð með gluggum í tvær áttir í fallegu, nýviðgerðu og máluðu litlu fjölbýlishúsi við Vitastíg í Reykjavík.
Eignin samanstendur af eldhúsi með borðaðstöðu, baðherbergi með glugga og stofu/svefnherbergi með glugga inn að baklóð. Fyrir liggur þinglesin heimild til að hafa þvottavél undir innistiga í sameign og er slík vél í notkun þar í dag.
Skv. upplýsingum frá eiganda hefur eignin verið þó nokkuð endurnýjuð sbr. neðangreindar upplýsingar:
- Árið 2016 var skipt um þakjárn, þakpappa og þakrennur á húsinu.
- Árið 2017 voru klóaklagnir undir húsi og út fyrir vegg endurnýjaðar.
- Árið 2017 var íbúðin öll innréttuð upp á nýtt, neysluvatnslagnir í eldhúsi og baðherbergi endurnýjaðar og lagðar gólfhitalagnir í íbúðina.
- Árið 2017 voru raflagnir og rafmagnstafla fyrir íbúðina endurnýuð auk þess sem lagðar voru tölvulagnir í herbergi.
- Árið 2017 var skipt um gler og glugga í íbúðinni.
- Árið 2018 voru klóaklagnir undir íbúð og sameignargangi endurnýjaðar.
- Árið 2018 voru drenlagnir við bakhlið húss endurnýjaðar.
- Árið 2023 var húsið múrviðgert og málað að utan og lítur það vel út.
- Árið 2025 var parket í hluta íbúðar endurnýjað, stokkar og rýmið málað.
Lýsing eignar:Sameiginlegur inngangur er á 1. hæð hússins með snyrtilegri forstofu. Undir innistiga er tengi fyrir þvottavél fyrir íbúðina og er þinglýst kvöð þar um.
Bakútgangur e
r úr sameiginlegri forstofu á sameiginlega fallega afgirta lóð með verönd.
Eldhús, flísalagt gólf, fast matarborð, fallegar hvítar innréttingar með viðarborðplötu og eldavélasamstæða með háfi yfir. Gólfhitalagnir eru í eldhúsi.
Svefnherbergi, parketlagt og rúmgott með gluggum inn að baklóð hússins. Gólfhitalagnir eru í hluta svefnherbergis.
Baðherbergi, með gluggum út að götu, flísalagt gólf og veggir, vegghengt wc., handklæðaofn og flísalögð sturta.
Geymsluloft, er yfir baðherbergi.
Bæði á baðherbergi og í svefnherbergi eru góðir gluggar og opnanlegir.
Húsið að utan lítur vel út, nýlega viðgert og málað og þakjárn nýlega endurnýjað.
Sameign er mjög snyrtileg og vel umgengin.
Lóðin er falleg, afgirt og með lítilli verönd, sameiginleg með öðrum íbúðum hússins.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum stað í miðborginni.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]