Hallakur 4, Garðabær
69.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
4 herb.
138,4 m2
69.900.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
2006
Brunabótamat
48.150.000
Fasteignamat
58.350.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta og vel skipulagða 125,0 fermetra 4ra-5 herbergja íbúð á 2. hæð í vönduðu álklæddu fjölbýlishúsi á eftirsóttum stað í Akrahverfinu í Garðabæ auk sér 13,4 fermetra geymslu í kjallara hússins. 
Þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi og hægt að bæta við fjórða svefnherberginu í hluta af stofu með góðu móti.  Gluggar á baðherbergi og þvottaherbergi.  Allar innréttingar og gólfefni úr eik og borðaðstaða í eldhúsi.  


Lýsing eignar:
Forstofa, parketlögð og með fataskápum.
Hol, parketlagt. 
Eldhús, parketlagt og bjart með gluggum til austurs, fallegum eikarinnréttingum með tengi fyrir uppþvottavél og borðaðstaða. 
Stofur, stórar, bjartar og parketlagðar með útgengi á stórar og skjólsælar svalir með viðarklæddu gólfi til suðvesturs. 
Sjónvarpshol, parketlagt og rúmgott.
Svefngangur, parketlagður. 
Barnaherbergi I, parketlagt og rúmgottt með fataskápum.
Barnaherbergi II, parketlagt og stórt með fataskápum.
Þvottaherbergi, með glugga, flísalagt gólf, innrétting með vélum í vinnuhæð og hillur.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting, baðkar, handklæðaofn og flísalögð sturta. 
Hjónaherbergi, parketlagt og rúmgott með fataskápum.

Í kjallara hússins eru:
Sér geymsla, 13,4 fermetrar að stærð.  
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, með útgengi á lóð.

Sameign hússins er mjög snyrtileg.
Lóðin er fullfrágengin með fjölda malbikaðra bílastæða, hellulögðum stéttum og tyrfðri flöt. 
Húsið að utan er klætt með áli og því viðhaldslítið og gluggar eru ál/tré,

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum stað þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla, menntaskóla, fallegar gönguleiðir og þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Hallakur 4

CAPTCHA code


Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteignasali