Stígprýði 2, Garðabær
Tilboð
Parhús
5 herb.
248,6 m2
Tilboð
Stofur
2
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
2020
Brunabótamat
0
Fasteignamat
7.180.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir parhús á einni hæð auk kjallara samtals að gólffleti 248,6 fermetrar að meðtaldri bílgeymslu við Stígprýði í Garðahrauni í Garðabæ. Lóðin er 537,9 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á lóðinni.
Parhúsið við Stígprýði nr. 4  er einnig til sölu.


Á aðalhæðinni er gert ráð fyrir eftirfarandi skipulagi skv. teikningum: Anddyri, gestasnyrting, opið rými/miðrými sem samanstendur af stofu, borðstofu, eldhúsi og opnu herbergi. Svefngangur þar sem gert ráð fyrir þremur herbergjum, baðherbergi og þvottaherbergi. Í kjallara er gert ráð fyrir bílgeymslu með snyrtingu og geymslu innaf. 

Húsið er staðsteypt og afhendist í núverandi ástandi. Gler og gluggar fylgja ó ísett sem og einangrun utanhúss. Búið er að greiða fyrir inntak hita, neysluvatns og rafmagns. Þak er frágengið.

Byggingarlýsing fyrir Stígprýði nr. 2 og 4 skv. samþykktum teikningum Arkídea arkitekta ehf.:
Húsin eru staðsteypt og er gert ráð fyrir að þau verði einangruð að utan með 100mm steinull, plasteinangrun og klædd viðurkenndu múrkerfi með valinni steiningu/múr sem yfirborðsmeðferð. Uppsetning skv. ströngustu kröfum um viðurkenndar vinnuaðferðir framleiðanda. Hallandi þak er loftræst sperruþak einangrað með 220mm þakull, með vindvörn. Þakið er klætt viðurkenndum heilsoðnum pvc-dúk. Þak á lægri álmum er steypt með lágmarks halla að niðurföllum (1/50) og er frágangur svokallað "viðsnúið þak" með ásoðnum dúk (2-3 lög) á steypta plötu og einangrað með 225 mm rakaþ. einangrun sem hentar yfirborðsfrágangi, síudúk og fargi. En þakkantar eru ófrágengnir.
Einangrun undir botnplötu er min.750mm frauðplast sem hæfir aðstæðum. 
Léttir inniveggir verða almennt gipsklæddir á stálgrind en hlaðnir á völdum stöðum.
Gluggar eru álklæddir viðargluggar með k-gleri settir í og þéttir eftir uppsteypu. Öll gluggalaus rými verða loftræst og niðurföll verða í öllum votrýmum, frágangur skv. reglugerð. Hæð og frágangur handriða verður gerður skv. kröfum byggingareglugerðar. Frágangur hljóðvistar verður í samræmi við byggingarreglugerð (gr. 11.1.2). 
Upphitun verður hefðbundið ofnakerfi og gólfhiti. 

 
Aðalhæð hússins stallast langsum í tvo megin hluta eða álmur - vestur og austurálmu. Í vesturálmu er aðalinngangur í tengslum við stofur, eldhús og tengd rými. Í austurálmu eru herbergi, baðherbergi og tengd rými sem liggja litlu hærra en vesturálma. Undir vesturálmu eru bifreiðageymsla, geymsla og snyrting. Aðkoma í bifreiðageymslur er frá Stígprýði. Í vesturálmu eru stofur með tengsl við verandir við gagnstæðar hliðar.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Stígprýði 2

CAPTCHA code


Jón Guðmundsson
Lögg. fasteignasali