Hraunás 9, Garðabær
118.900.000 Kr.
Einbýlishús
7 herb.
258,8 m2
118.900.000
Stofur
2
Herbergi
7
Baðherbergi
3
Svefnherbergi
5
Byggingaár
2000
Brunabótamat
79.250.000
Fasteignamat
99.750.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt, vandað, vel skipulagt og afar vel staðsett 258,8 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum á 932,0 fermetra lóð ofan við og innst í götu í Hraunási í Garðabæ.  Mikils útsýnis nýtur frá stofum, af svölum og af verönd út af efri hæð hússins, m.a. að Reykjanesi, Álftanesi og Snæfellsjökli.

Aukin lofthæð er á báðum hæðum, gólfhitalagnir í stórum hluta hússins og harðviðargluggar og útihurðir eru í húsinu.  Loftaklæðning á efri hæð hússins, þar sem er að hluta verulega aukin lofthæð, er hvít sprautulökkuð viðarklæðning með innfelldri lýsingu að hluta.  Parket er massívt og niðurlímt plankaparket úr eik.


Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og rúmgóð. 
Gangur, flísalagður.
Hol, flísalagt. 
Gestasnyrting, flísalagt gólf og veggir og vegghengt wc. 
Þvottaherbergi, flísalagt gólf, skápar og vinnuborð með vaski. Úr þvottaherbergi er útgengi á lóð.
Svefnherbergi I, mjög stórt, parketlagt og með glugga til norðurs.  Þetta herbergi er ekki inni í stærð hússins í Fasteignaskrá Íslands, en er um 29,4 fermetrar að stærð.
Bílskúr, er tvöfaldur með aukinni lofthæð (um 2,8 metrar) og extra háum innkeyrsludyrum (um 2,4 metrar). Gluggar til norðurs og útgengi á baklóð.

Gengið er upp á efri hæð hússins um steyptan parketlagðan stiga úr forstofu neðri hæðar.  Fallegt handrið úr burstuðu stáli og öryggisgleri. 

Stigapallur, parketlagður og með skápum, útgengi á stóra og skjólsæla harðviðarverönd með skjólveggjum til suðurs og vesturs. Frá verönd nýtur mjög fallegs útsýnis. 
Svefngangur, parketlagður og með útgengi á sömu verönd.
Barnaherbergi I, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Barnaherbergi II, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, handklæðaofn, innrétting með quartz á borðum og hornbaðkar með nuddi.
Barnaherbergi III, parketlagt. 
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt og með miklum fataskápum á tveimur veggjum.  
Baðherbergi, innaf hjónaherbergi er með glugga, flísalagt gólf og veggir, stór fastur spegill, innrétting með quartz á borðum, stór flísalögð sturta með sturtugleri og handklæðaofn.

Gengið er upp 3x þrep af stigapalli upp í stofur og eldhús.

Samliggjandi stofur, stórar, bjartar og parketlagðar með aukinni lofthæð og útgengi á rúmgóðar og skjólsælar svalir til vesturs.  Frá stofum og af svölum nýtur virkilega fallegs útsýnis yfir bæinn, að Álftanesi, Reykjanesi, Snæfellsjökli og út á sjóinn. 
Eldhús, parket- og flísalagt og með mjög fallegum ljósum viðarinnréttingum og hvítum sprautulökkuðum.  Góðir búrskápar og innbyggð uppþvottavél. Granít á borðum innréttingar að hluta og áföst borðaðstaða, útgengi á harðviðarverönd til norðurs og austurs. 

Húsið að utan er í góðu ástandi, en athuga má með að mála hús, þakkant og glugga. 
Lóðin er fullfrágengin með tyrfðri flöt, fallegum gróðri og tveimur harðviðarveröndum.  Önnur veröndin er stór og með skjólveggjum og vísar til vesturs og suðurs, en hin er út af eldhúsi og vísar til norðurs og austurs. Innkeyrsla er ófrágengin og malarborin.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á frábærum útsýnisstað innst og ofan við götu. 

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Húsið er sagt 229,4 fermetrar að stærð í Fasteignaskrá Íslands, en þar er ekki getið um u.þ.b. 30 fermetra herbergi á neðri hæð sem er með glugga og parketlagt. 
Senda fyrirspurn vegna

Hraunás 9

CAPTCHA code


Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteignasali