Arnarás 8, Garðabær
46.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
2 herb.
82,3 m2
46.900.000
Stofur
1
Herbergi
2
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
1
Byggingaár
2001
Brunabótamat
27.850.000
Fasteignamat
40.700.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta, vel skipulagða og mikið endurnýjaða 82,3 fermetra 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og verönd til suðurs í góðu tveggja hæða fjölbýlishúsi við Arnarás í Garðabæ.  

Fyrir 6 mánuðum síðan var sett nýtt og fallegt vinylparket á alla íbúðina og baðherbergi var algjörlega endurnýjað. Á sama tíma voru allar innréttingar og innihurðir sprautulakkaðar svartar, sem kemur gríðarlega vel út.


Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og með fatahengi. 
Gangur, vinylparketlagður.
Baðherbergi, rúmgott og nýendurnýjað. Flísalagt gólf og veggir, vegghengt wc með kassa í vegg, innrétting, handklæðaofn og flísalögð sturta með sturtugleri.
Þvottaherbergi, flísalagt gólf og góðar innréttingar með vinnuborði. Gert ráð fyrir vaski.
Stofa, mjög rúmgóð og björt, vinylparketlögð og með útgengi á verönd til suðurs.  Mögulegt væri að gera um 25 fermetra verönd á séreignarfleti íbúðarinnar á lóðinni og með skjólveggjum upp að 1,8 metrum.
Eldhús, vinylparketlagt og með glugga til suðurs. Mjög fallegar og stórar svartar sprautulakkaðar innréttingar með svörtum mosaikflísum á milli skápa og sökklum úr burstuðu stáli. Tengi fyrir uppþvottavél.
Svefnherbergi, vinylparketlagt og með fatasakápum á heilum vegg. 

Á hæðinni eru:
Sér geymsla, á geymslugangi og er hún 7,9 fermetrar að stærð.
Sameiginleg hjólageymsla.

Húsið að utan er í góðu ástandi en til stendur að mála það sumarið 2021 og er til inneign í hússjóði fyrir stórum hluta þeirrar framkvæmdar. 

Lóðin er fullfrágengin með stórum bílastæðum, góðri aðkomu og tyrfðri flöt sunnan við húsið.

Staðsetning eignarinnar er mjög góð á efstirsóttum og rólegum stað í Ásahverfinu í Garðabæ þaðan sem stutt er í leikskóla, Sjálandsskóla, þjónustumiðstöð eldri borgara o.fl. 

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Arnarás 8

CAPTCHA code


Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteignasali