Kópavogsbraut 3, Kópavogur
45.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
3 herb.
85 m2
45.900.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
1960
Brunabótamat
32.050.000
Fasteignamat
45.250.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir glæsilega 3ja herbergja 85,0 fermetra íbúð á 3. hæð með suðvestursvölum í nýlega endurbyggðu fjölbýlishúsi við Kópavogsbraut í sunnanverðum Kópavogi.

Húsið var allt endurbyggt fyrir tæpum 10 árum síðan og er í mjög góðu ástandi að utan og innan. Á þessum tíma var skipt um allar lagnir í húsinu, allar íbúðir hússins innréttaðar uppá nýtt, skipt um gler og glugga og hús að utan klætt með áli.  Ástand húss að utan, íbúða að innan og sameignar er mjög gott.


Lýsing eignar:
Forstofa/hol: Með harðparketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi. Falleg hvít innrétting við vask og stór skápur til hliðar með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísalögð sturta með glerþili, upphengt salerni og handklæðaofn. Loftræsting er í baðherbergi.
Hjónaherbergi: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til norðausturs.
Svefnherbergi: Með harðparketi á gólfi og glugga til norðausturs.
Stofa: Með harðparketi á gólfi og glugga til suðvesturs. Stofa er opin við eldhús/borðstofu. Útsýni er út á sundin frá stofu.
Eldhús: Er rúmgott með harðparketi á gólfi. Falleg hvít eldhúsinnrétting með stál bakaraofni, keramik helluborði, stál viftu og tengi fyrir uppþvottavél. Lýsing er undir efri skápum. Gott pláss er fyrir borðstofuborð við eldhús og gluggar til suðvesturs. Útgengi á góðar svalir til suðvesturs.
Svalir: Snúa til suðvesturs og er útgengi á þær úr eldhúsi/borðstofu. Útsýni út á sundin og til fjalla.

Sameiginlegt þvottaherbergi: Er staðsett í kjallara með sér tenglum fyrir hverja íbúð. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara er einnig innan íbúðar á baðherbergi.
Sér geymsla: lakkað gólf.

Á lóð hússins eru:
Stór sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Hellulögð stétt með snjóbræðslu. Tyrfð lóð og malbikuð bílastæði.

Húsið að utan: Virðist vera í góðu ástandi, klætt með áli og því viðhaldslítið. 

Staðsetning eignarinnar er mjög góð á skjólsælum stað í sunnanverðum Kópavogi, stutt frá Sundlaug Kópavogs og annarri þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson hdl. og lögg. fasteignasali í síma 570-4500 eða á netfanginu heimir@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Kópavogsbraut 3

CAPTCHA code


Heimir Fannar Hallgrímsson
Hdl. og lögg. fasteignasali