Spítalastígur 1, Reykjavík
Tilboð
Einbýlishús
14 herb.
286,6 m2
Tilboð
Stofur
6
Herbergi
14
Baðherbergi
7
Svefnherbergi
8
Byggingaár
1924
Brunabótamat
97.850.000
Fasteignamat
61.570.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir til sölu heila fasteign nr. 1 við Spítalastíg í Reykjavík sem er kjallari, tvær hæðir og ris samtals að gólffleti 286,6 fm. og skiptist þannig að í kjallara, á 1. hæð og á 2. hæð eru tvær 2ja herbergja íbúðir á hverri hæð og í risi er 3ja herbergja íbúð.  Þvottaherbergi er í kjallara hússins auk starfsmannaaðstöðu.

Húsið hefur nýlega verið endurnýjað hið innra og er í góðu ásigkomulagi. Það, sem hefur verið endurnýjað hið innra á undanförnum árum eru m.a. öll gólfefni og innréttingar, þ.m.t. innihurðir, baðherbergi endurnýjuð, lagðar nýjar raflagnir og settar nýjar rafmagnstöflur.
 
Húsið er steinsteypt, byggt árið 1924 er í mjög góðu ásigkomulagi.  Húsið var allt endurnýjað á ytra byrði árið 1999, m.a. var skipt um gler og glugga, járn á þaki, þakrennur og niðurföll og húsið málað að utan auk þess sem skolp og drenlagnir voru endurnýjaðar
 
Í dag er rekið hótel/gistiheimili í húsinu og má segja að staðsetning eignarinnar sé afar vel til þess reksturs fallin í hjarta miðborgarinnar.  Fyrir liggja stimplaðar teikningar og samþykktar af gistiheimili í eigninni.

Lóðin er eignarlóð 131,0 fm. að stærð, frágengin.

 
Senda fyrirspurn vegna

Spítalastígur 1

CAPTCHA code


Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteignasali