Hótel Látrabjarg , Reykjavík
Tilboð
Atvinnuhúsnæði
25 herb.
872,6 m2
Tilboð
Stofur
5
Herbergi
25
Baðherbergi
14
Svefnherbergi
20
Byggingaár
1967
Brunabótamat
181.550.000
Fasteignamat
24.969.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Hótel Látrabjarg -- Falinn fjársjóður!

Fyrir ofan gullna skeljasands-ströndina í Örlygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð er falinn fjársjóður!

Um er að ræða Fasteignir um 870 m2  í heild ásamt  8.600 m2 eignarlóð og tilheyrandi eigið vatnsból.  10 mínútna gangur er á  ströndina sem hentar vel til gönguferða, sjósunds, kæjakferða ofl. Fasteignir eru í heildina þrjár og eru í dag nýttar undir rekstur sumarhótels og veitingahúss auk starfsmannaaðstöðu.

Í næsta nágrenni eru helstu  náttúruperlur Vestfjarða. Þ.m.t. Látrabjarg, Rauðasandur og Dynjandi.

Aðalbygging  / hótelálma gistirými - steinsteypt.

Nú 14 svefnherbergi eftir að fjöldi herbergja voru sameinuð endurnýjuð og stækkuð til að auka gæði gistirýmisins.
Svefnherbergjum er nú skipt í eftirfarandi flokka (sjá númer merkt á teikningu):
  • 5 x Superior herbergi  hvert með sérbaðherbergi. Stærð 26m² – 29m²  Nr. 5,7,9,14 og 16.     
  • 4 x Comfort herbergi, hvert með sérbaðherbergi. Stærð 25m² – 28m² Nr. 6,8,10 og 12.
  • Family Suite sem eru tvö samliggjandi herbergi með sérbaðherbergi Stærð  35m². Nr. 20
  • 3 x önnur svefnherbergi Nr. 17,18 og 19 (sjá teikningu). 
Í aðalbyggingu er jafnframt þvottahús, ræsting, verkstæði ofl.
Fagrihvammur: Veitingahús –  Samkomusalur ofl. steinsteypt.
Móttaka  veitinga og samkomusalur, gott iðnaðareldhús, 2  salerni fyrir gesti og starfsmenn auk lagerrýmis á neðri hæð.  Jafnframt er í Fagrahvammi stúdíó-íbúð með sér baðherbergi fyrir staðarhaldara. Íbúðin var áður svið og er auðvelt að opna fram i sal og breyta íbúð til baka í svið sem væri með sér baðherbergi!
Hljómgæði („sound“) eru mjög góð í salnum í Fagrahvammi sem hentar því einnig vel til tónlistarflutnings og sköpunar.
 
Starfsmannahús
Starfsmannahús er samsett úr 5 timbureiningum sem hvíla á steyptum sökklum.  Gert er ráð fyrir allt að 6 svefnherbergjum auk eldhúss stofu og baðherbergjum. Nú sett upp sem tvær aðskildar íbúðir, hvor með sérinngangi .
 
Eignalóð 8.600 m2  Lóðin er afgirt og býður upp á mikla möguleika.

Náttúruperlur 

Látrabjarg
Eitt stærsta fuglabjarg heims 14KM langt og allt að 440 metra hátt þverhnípt í sjó. Í Látrabjargi verpa milljónir sjófugla ár hvert. Þær tíu sjófuglategundir sem verpa í Látrabjargi eru álka Alca torda, langvía Uria aalge, stuttnefja Uria lomvia, lundi Fratercula arctica, teista Ceppus grylle, rita Rissa tridactyla, fýll Fulmarus glacialis. Einnig toppskarfur Phalacrocorax aristotelis, hvítmáfur Larus hyperboreus og svartbakur Larus marinus  Fimm fyrst töldu fuglarnir teljast til svartfuglaættar Alcidae.
Rauðasandur
Á sunnanverðum Vestfjörðum eru  gullnar sandstrendur ólíkt öðrum stöðum á landinu. Í göngufæri við fasteignirnar/hótelið er gullin sandströnd Örlygshafnar. Þekktasta ströndin á svæðinu  er Rauðasandur sem er ægifögur strönd.
Kollsvík /Hvallátrar
Fyrir daga mótorbáta voru Kollsík og Hvallátur hentugir útgerðarstaðir árabáta þar sem stutt var á gjöful fiskimið. Ennþá má sjá merki um sjóbúðir þessara hetja hafsins. Útgerðarsaga alls svæðisins er stórmerk. 
Dynjandi
Einn fallegasti og aðgengilegasti foss landsins er Dynjandi í Arnarfirði. Einstakur foss. Í næsta nágrenni við Dynjanda er Hrafnseyri, fæðingastaður Jóns Sigurðssonar sjálfstæðishetju íslendinga. Þar er nú safn um þennan merka mann.
 
Fasteignir – nánari lýsing:
 
Aðalbygging  / hótelálma gistirými – steinsteypt:
Komið  inn um aðalinngang inn á flísalagt hol;
Til hægri eru tvær tröppur upp á annað hol sem er parketlagt. Gengið úr því holi inn í herbergi 12,14,16 og 17. Herbergi 14 og 16 njóta sjávarútsýnis og útsýnis yfir ströndina ásamt fjallasýn að fjöllunum Tálkna og Hafnarmúla er standa þverhnípt í sjó og eru stórfengleg og sérlega falleg í kvöldsólinni. Herbergi 12 nýtur útsýnis yfir Örlygshöfnina og Vaðalinn (fljót sem liðast til sjávar niður Örlygshöfnina en sjór gengur upp í á á flóði). Öll herbergi eru parketlögð.
Til vinstri er parketlagður gangur. Af ganginum er gengið inn í herbergi 5,7 og 9 til vinstri og herbergi 6,8 og 10 til hægri. Herbergi 5, 7 og 9 njóta sjávarútsýnis og útsýnis yfir ströndina og Örlygshöfnina ásamt fjallasýn að Hafnarmúla. Herbergi 6,8 og 10 hafa útsýni að fjalli bak hótelsins.  Öll herbergi eru parketlögð.  Við enda gangsins er komið inn í þvottahús, ræsti og línherbergi þar sem einnig er útgangur út á stóran skjólgóðan sólpall.
Niður tröppur er komið niður á stuttan gang, þar hurð beint áfram inn á stærri gang og einnig hurð til hægri inn á verkstæði, varahlutalager og verkfærageymslu. Þegar komið er inn á stærri ganginn á neðri hæð þá er strax til vinstri og aftur vinstri nýtt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf og með stórri sturtu. Við enda gangsins er útihurð og hægt að ganga þar út bakatil.  Beint á móti þegar komið er inn á ganginn er herbergi nr. 18 Mögulegt er að stækka herbergi 18 og sameina við hluta af gangi og nýja baðherberginu. Til hægri á gangi er fyrst hitarými á vinstri hönd og þar næst herbergi 19.  Búið er að þvera ganginn og setja hurð sem er inngangur í fjölskyldueininguna sem samanstendur af tveimur samliggjandi svefnherbergjum og sérbaðherbergi. Jafnframt er sér inngangur í fjölskylduherbergið úr garðinum. Gangur er flísalagður en öll herbergi eru parketlögð.  Herbergin á neðri hæð eru samtals 4 og njóta sama sjávar og fjallaútsýnis og herbergi 14 og 16 á aðalhæð fyrir ofan. Herbergin á aðalhæð eru nú samtals 10  og öll með sérbaðherbergi en voru áður 15 fyrir endurbætur og stækkun herbergja.
Útgangur bakatil.  Frá holi er einnig hægt að ganga beint út um sérinngang sem snýr að starfsmannahúsi.
Sólpallur gerður úr vörubrettum hefur verið gerður fyrir framan aflokaðan sólpall sem gerður er úr hefðbundu pallaefni.
 
 
Fagrihvammur: Veitingahús – Samkomusalur ofl. / steinsteypt (nánari lýsing):
Komið er inn í fordyri og síðan hol þar sem nú er móttaka. Til vinstri eru tvö salerni. Gengið til hægri og komið inn í salinn sem nú er nýttur sem veitinga og samkomusalur fyrir gesti hótelsins. Jafnframt er stuttur gangur ur holi inn í eldhúsið og af ganginum eru jafnframt tröppur upp í íbúð og niður í lagerrými. Sérinngangur er einnig í lagerrými á neðri hæð.
                Salurinn. Til vinstri þegar komið er í salinn er viðarklæddur veggur  tröppur og sviðsop sem hefur verið lokað með léttum vegg. Í tröpppunum hefur verið komið fyrir innréttingu og lausum skáp sem nýttur er í rekstri hótelsins. Á móti inngangnum í salinn er bar sem upphaflega var smíðaður fyrir veitingahúsið Naustið í Reykjavik. Í hinum enda salarins eru jafnframt  básar sem áður voru í Naustinu. Menningarverðmætum sem var bjargað. Salurinn er með upprunalegu parketi  þar sem margir hafa notið veitinga, sungið og stigið dans en hol og móttaka böð og eldhús eru flísalögð af núverandi eigendum.
                Eldhúsið er flísalagt gráum steinflísum og er búið ýmsum iðnaðartækjum s.s. tveimur stórum ísskápum, tveimur ofnum, gashelluborðum ofl.
                Íbúðin er parketlögð með sérbaðherbergi þar sem er bæði sturta og baðkar.
                Lagerrými er á neðri hæð og bæði aðgengilegt frá eldhúsi af efri hæð og frá sérinngangi á neðri hæð. Máluð steingólf eru í lagerrými.
                Sólpallur er við suðurhlið Fagrahvamms.
Starfsmannahús
         Íbúð 1.  Komið inn um sérinngang inn í parketlagt fordyri. Til vinstri er baðherbergi með snyrtingu. Úr fordyri er komið inn í opið rými stofu, borðstofu og opið eldhús á vinstri hönd með góðri eldhúsinnréttingu. Frábært útsýni. Út frá alrýminu er gengið inn á gang og í svefnherbergin sem eru nú 3 + skrifstofa auk sér sturtuherbergis. Parket og dúkur á gólfum.  Sólpallur fyrir framan íbúð.
         Íbúð 2. Komið inn um sérinngang inn í fordyri. Til vinstri er baðherbergi með sturtu. Til hægri er stofa/eldhús. Inn af eldhúsi er svefnherbergi. Dúkur á gólfum ásamt teppi í svefnherbergi. Einnig  sérútgangur beint úr svefnherbergi. Sólpallur fyrir framan íbúð.
 
Eignalóð 8.600 m2  Lóðin er afgirt og býður upp á mikla möguleika.
 
Endurnýnun
Vatnsból og aðveitulagnir eru endurnýjaðar. Vatnból er við uppsprettu úr fjallinu fyrir ofan hótelið og stendur 30 metrum hærra en hótelið. Vatnsþrýstingur á neysluvatni sturtum er því þrjú bör vegna hæðarmismunar.
            Neysluvatnslagnir eru endurnýjaðar að stórum hluta með lagnaefni úr ryðfríu stáli en einnig sumpart með álpex lagnaefni.
            Ofnalagnir eru endurnýjaðar. Lögð hefur verið einöngruð ofnalögn neðanjarðar á milli aðalbyggingar og Fagrahvamms.
            Ofnar eru endurnýjaðir.
            Skólplagnir: Búið er að leggja nýjar skólplagnir innanhúss og utanhúss.
            Raflagnir eru að stærstum hluta endurnýjaðar af núverandi og fyrrverandi eigenum (ríki sveitarfélag).  Til að öll raflögn í heild sinni sé endurnýjuð þyrfti þó ennað uppfæra m.a.  rafmagnstöflu að hluta í  Fagrahvammi og skipta þar út eldri rofum og ljósum. Allt rafmagn í eldhúsi er endurnýjað. Allt rafmagn í gistiálmu og starfsmannabústað er endurnýjað.
            Brunaaðvörunarkerfi er nýtt og er frá Securitas og reykskynjarar  í öllum herbergjum í öllum byggingum. Samtengdar stjórnstöðvar bruanaðavörunarkerfis eru bæði í aðalbyggingu og Fagrahvammi. Um er að ræað ca. 70 nýja  samtengda reykskynjara.
            Gólfefni Öll gólfefni í herbergjum í aðalbyggingu hótels eru endurnýjuð, einnig í móttöku, snyrtingum og eldhúsi í Fagrahvammi svo og að hluta til í starfsmannahúsi.
            Baðherbergi: Í heild eru um að ræða 17  baðherbergi og snyrtingar  sem eru ný eða nýendurnýjuð.  Þar af eru 12 ný baðherbergi í aðalbyggingu hótels og eru þau öll  flísalögð með flísalögðum sturtum.  Baðherbergi í íbúð staðarhaldara í Fagrahvammi er nýtt.  Snyrtingarnar tvær í Fagrahvammi eru endurnýjaðar og með nýjum tækjum. Jafnframt búið að endurnýja tvö baðherbergi í starfsmannahúsum.
            Herbergin sjálf eru endurnýjuð og eru búin húsgögnum sem fylgja með í kaupunum.
            Eldhúsið hefur verið stækkað og endurnýjað.
            Þvottahúsið   er nýtt og flísalagt.

Allar nánari upplýsingar um reksturinn og fasteignirnar eru veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 5704500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
 
Senda fyrirspurn vegna

Hótel Látrabjarg

CAPTCHA code


Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteignasali