Hvassaleiti 20, Reykjavík
39.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
2 herb.
95,4 m2
39.900.000
Stofur
1
Herbergi
2
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
1
Byggingaár
1961
Brunabótamat
27.480.000
Fasteignamat
36.050.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu fallega og vel skipulagða 95,4 fermetra 2ja - 3ja herbergja íbúð á 3. hæð með vestursvölum miðsvæðis í Reykjavík að meðtöldum 20,3 fermetra bílskúrs.

Möguleiki er að bæta við svefnherbergi innan íbúðar og gera hana 3ja herbergja.


Að sögn eiganda hefur húsið verið mikið endurnýjað á undanförnum 3 árum. M.a. voru austur- og suðurhliðar hússins múrviðgerðar, málaðar og skipt þar um glugga. Þá voru drenlagnir endurnýjaðar og hellulagt fyrir framan hús. Snjóbræðsla er undir stétt fyrir framan hús. Auk þess var þak endurnýjað þar sem skipt var um pappa, járn og borðaklæðningar. Útitröppur voru endursteyptar árið 2017.


Nánari lýsing:
Forstofa: Með parketi á gólfi og skáp.
Stofa: Er rúmgóð og björt með parketi á gólfi. Gluggar til vesturs og útgengi á svalir til vesturs.
Svalir: Snúa til vesturs með afar fallegu útsýni út á sundin, að Akrafjalli, Akranesi, Perlunni, Borgarleikhúsinu, Stýrimannaskólanum og víðar.
Hol: Með parketi á gólfi og glugga til austurs. Möguleiki væri að breyta þessu rými í svefnherbergi.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hvítri innréttingu við vask með skápum yfir. Baðkar með sturtutækjum og glerþili. Opnanlegur gluggi til austurs.
Eldhús: Með flísum á gólfi og fallegri eldri eldhúsinnréttingu. Nýleg eldavél, borðkrókur og gluggi til austurs.
Svefnherbergi: Er rúmgott með dúk á gólfi og góðum skápum. Gluggi til vesturs.

Bílskúr: Er 20,3 fermetra í bílskúrslengju framan við húsið. Steypt gólf og rafmagn. Þak á bílskúrum var skoðað árið 2013 og þá talið í góðu lagi að sögn eiganda. Sérstæði fyrir framan bílskúr.

Sameign: Með teppi á stigagangi. Búið er að samþykkja að setja eldvarnarhurðir inn í íbúðir frá sameign, skipta um teppi og mála stigagang. Framangreindar framkvæmdir greiðast af seljanda.

Í kjallara: 
Sérgeymsla: rúmgóð 6,5 fermetra sérgeymsla er í kjallara með glugga og hillum.
Sameiginlegt þvottahús: Er staðsett í kjallara. Rúmgott með vinnuborði, vask og þvottasnúrum. Gluggar til vesturs og útgengi á baklóð.
Hjóla- og vagnageymsla: Er staðsett í kjallara. Málað gólf, gluggi til vesturs og útgengi á baklóð.

Húsið: Hefur verið endurnýjað mikið líkt og kemur fram að ofan. M.a. austur- og suðurhlið hússins, drenlagnir, þak og stétt fyrir framan hús. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda var farið í skólpviðgerð á húsinu í kringum árið 2007. Raflagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta. Að öðru leyti munu lagnir í húsinu vera upprunalegar. Gera má ráð fyrir að þurfi að fara í viðhald á vesturhlið hússins á næstu árum án þess að nokkuð hafi verið samþykkt í því. 
Lóðin: Er frágengin. Tyrfð lóð með gróðri á lóðarmörkum. Hellulögð stétt fyrir framan hús með snjóbræðslu. Malbikuð stæði fyrir framan hús og bílskúra.

Um er að ræða frábæra staðsetningu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Stutt í skóla, íþróttavæði, Kringluna, Borgarleikhúsið, allar samgöngur og Heilsugæsluna Efstaleiti.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 570-4500 eða á netfanginu heimir@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Hvassaleiti 20

CAPTCHA code


Heimir Fannar Hallgrímsson
Hdl. og lögg. fasteignasali