Laugalækur 5, Reykjavík
74.900.000 Kr.
Raðhús
6 herb.
174,4 m2
74.900.000
Stofur
1
Herbergi
6
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
5
Byggingaár
1960
Brunabótamat
52.250.000
Fasteignamat
66.200.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir fallegt og þó nokkuð endurnýjað 174,4 fermetra raðhús á pöllum við Laugalæk 5 í Reykjavík.  4-5 svefnherbergi, rúmgóð stofa og tvennar svalir.


Að innan er húsið í góðu ástandi og hefur verið þó nokkuð endurnýjað á sl. árum, m.a. bæði baðherbergi, gólfefni, innihurðir og  allt gler og öll lausafög. Þá er búið að endurnýja rafmagnstöflu.

Að utan er húsið í góðu ástandi. Klóaklagnir voru fóðraðar árið 2006 og á sama tíma voru niðurföll í kjallaragólfi endurnýjuð og lagðar nýjar vatnslagnir uppí eldhús og frárennsli þaðan, ásamt því að skipta um alla ofna í húsinu. Þetta var gert í húsum  3 - 13.  Klóaklagnir undir húsinu eru sameiginlegar með húsunum nr. 3-13.


Lýsing eignar:
Forstofa: flísalögð og með fatahengi.
Á neðsta palli eru: gengið um teppalagðan stiga úr holi.
Geymsla: með hillum, lakkað gólf.
Gangur: með eikarparketi.
Gestasalerni: flísalagt að hluta, upphengt salerni..
Þvottaherbergi: með glugga, innrétting og sturtuklefi og lakkað gólf.
Stórt herbergi: með eikarparketi. Herbergið er 25 fermetrar að stærð og var áður tvö svefnherbergi.
Á miðjupalli eru:
Stofa: parketlögð og björt með útgengi á svalir til suðurs og þaðan niður á skjólsæla lóð til suðurs.
Eldhús: með eldri innréttingu með nýlegum borðplötum og rúmgóð borðaðstaða, eikarparket á gólfi.
Á efsta palli eru: tepplagður stigi á milli palla og útgengi á svalir til norðurs.
Sjónvarpshol: með teppi.
Barnaherbergi: parketlagt og með fataskápum.
Hjónaherbergi: parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Baðherbergi: nýlega endurnýjað, flísalagt í gólf og veggi, vegghengt wc, flísalögð sturta og innrétting.
Barnaherbergi: parketlagt og með fataskápum.

Risloft er yfir húsinu, manngengt í mæni með steyptri gólfplötu, en óeinangrað.

Sameiginleg vagna og hjólageymsla er í miðjuhúsinu fyrir öll húsin þ.e. 3 - 25.

Húsið að utan virðist vera í góðu ástandi og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.  Klóaklagnir í húsunum nr. 3 - 13 voru fóðraðar árið 2006. Þakjárn var endurnýjað árið 2006.

Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Senda fyrirspurn vegna

Laugalækur 5

CAPTCHA code


Jón Guðmundsson
Lögg. fasteignasali