Grettisgata 77, Reykjavík
43.900.000 Kr.
Tví/Þrí/Fjórbýli
4 herb.
86,2 m2
43.900.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1934
Brunabótamat
24.095.000
Fasteignamat
39.700.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu fallega og þó nokkuð endurnýjaða 86,2 fermetra (að meðtöldum tveimur geymslum 3,7 fm í kjallara og 10,6 fm útigeymsla) 4ra herbergja íbúð á 1. hæð (gengið upp hálfa hæð) á frábærum stað við Grettisgötu í Reykjavík.

Búið er að endurnýja m.a. glugga og gler á suðurhlið og gólfefni að mestu. Einnig er búið að endurnýja hluta af innréttingu í eldhúsi, öll tæki, borðplötur og vask ásamt því að lakka efri skápa eldhúsinnréttingar. Ný innrétting er á baði ásamt nýju salerni. Þá er búið að endurnýja útigeymslu með því að skipta um þak, einangra, laga hurð, mála veggi að utan sem innan, koma fyrir rafmagni, lýsingu og rafmagnsofni. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning. 


Nánari lýsing: 
Anddyri/gangur: Með skáp, nýlegu harðparket á gólfi.
Herbergi: Með nýlegu harðparketi á gólfi og glugga til norðurs.
Baðherbergi: Flísalagt í gólf og veggi, nýleg innrétting og salerni, sturta.
Herbergi: Með nýlegu harðparketi á gólfi og glugga til suðurs.
Eldhús: Með nýlegu harðparketi á gólfi. Búið er að endurnýja hluta af eldhúsi, m.a. neðri hluta eldhúsinnréttingar, nýjar borðplötur, vaskur, blöndunartæki og tæki. Borðkrókur og gluggi til norðurs.
Herbergi: Með nýlegu harðparketi á gólfi og glugga til norðurs.
Stofa: Er rúmgóð með nýlegu harðparketi á gólfi og glugga til suðurs.
 
Sameign: Snyrtileg sameign með nýlegum teppum og sameiginlegu þvottahúsi og þurrkherbergi í kjallara. Nýlega er búið að dúkleggja ganga í kjallara, mála sameign og skipta um glugga og gler í hitakompu og þvottahúsi. Einnig er sérgeymsla í kjallara 3,7 fermetrar. Útigeymsla er 10,6 fermetrar og er nýbúið að endurnýja hana þar sem þak var endurnýjað og einangrað, hurð tekin í gegn, máluð að utan sem innan, komið fyrir rafmagni, ljósi og hitun.

Hús að utan lítur vel út. 

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 570-4500 eða á netfanginu heimir@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Grettisgata 77

CAPTCHA code


Heimir Fannar Hallgrímsson
Hdl. og lögg. fasteignasali