Smárarimi 9, Reykjavík
83.900.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
198,4 m2
83.900.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
4
Byggingaár
2004
Brunabótamat
59.480.000
Fasteignamat
74.550.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir fallegt 198,4 fermetra, 5 herbergja, einbýlishús á einni hæð að meðtöldum 39,6 fermetra bílskúr. Aukin lofthæð (2,7m) og gólfhiti er í öllu húsinu. Húsið stendur innarlega í rólegri botnlangagötu við Smárarima í Grafarvogi. Afar góð staðsetning þar sem stutt er í margs konar þjónustu, skóla, leikskóla, Spöngina verslunakjarna og Egilshöll. Fallegar göngu- og hjólreiðaleiðir í næsta nágrenni.


Lóðin er gróin með trjám, runnum og grasflöt. Mynstursteypt aðkeyrsla fyrir framan hús. Stór afgirtur sólpallur til suðurs og vesturs með útgengi frá stofu. 

 
Lýsing eignar:
Forstofa: Með flísum á gólfi, skápum og gólfhita.
Gestasnyrting: Með flísum á gólfi og gólfhita. Upphengt wc, innrétting við vask og gluggi til austurs.
Gangur: Með parketi á gólfi, innfelldri lýsingu í loftum og kvöldlýsingu við gólf. 
Stofa: Er stór, með parketi á gólfi og gluggum til austurs, suðurs og vesturs. Stofa rúmar vel setu- og borðstofu. Útgengi frá stofu út á rúmgóðan afgirtan sólpall til suðurs og vesturs.
Eldhús: Er rúmgott með parketi á gólfi og opið við stofu. Falleg innrétting frá InnX, hiti í gólfi og stór eyja. Eldhústæki eru frá Whirlpool (innb. uppþvottavél, keramik helluborð, bakaraofn og eyjuháfur). Gert er ráð fyrir amerískum kæliskáp í eldhúsi. Góður borðkrókur og gluggar til suðurs og vesturs.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hita í gólfi. Hornbaðkar, upphengt wc, innrétting við vask (2x vaskar), skápar, flísalögð sturta með glerhurð og innfelldum blöndunartækjum frá Tengi.
Svefnherbergi I: Með parketi á gólfi og glugga til norðurs.
Svefnherbergi II: Með parketi á gólfi og glugga til norðurs.
Svefnherbergi III: Með parketi á gólfi, skápum og glugga til vesturs.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með parketi á gólfi, góðum skápum og glugga til vesturs.
Skrifstofa/þvottaherbergi: Er nýtt í dag sem skrifstofa eða var hugsað sem þvottaherbergi. Í dag er hluti bílskúrs nýttur sem þvottarými. 
Geymsla: Gengið inn í frá bílskúr. Flísar á gólfi og hiti í gólfi. Gluggi og inngangshurð frá lóð.
Bílskúr: Er stór eða 39,6 fermetrar. Flísar á gólfi og hiti í gólfi. Aðstaða fyrir þvottavél/þurrkara, innrétting og vaskur. Hillur og rafmagnsopnun á bílskúrshurð.  

Húsið: Lítur vel út að utan. Klætt með harðviði og flísum. 
Lóðin: Er 610,0 fermetrar að stærð. Fallega gróinn garður og stór afgirtur sólpallur. Aðkeyrslan er mynstursteypt og eru lagnir til staðar fyrir snjóbræðslu.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 570-4500 eða á netfanginu heimir@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Smárarimi 9

CAPTCHA code


Heimir Fannar Hallgrímsson
Hdl. og lögg. fasteignasali