Langalína 2, Garðabær
72.500.000 Kr.
Fjölbýlishús
4 herb.
151,7 m2
72.500.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
2008
Brunabótamat
52.170.000
Fasteignamat
62.750.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir glæsilega 151,7 fermetra 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi við Löngulínu 2 í Garðabæ. Virkilega fallegt útsýni er úr íbúðinni að Akrafjalli, Esjunni, Öskjuhlíðinni, Úlfarsfelli og víðar. Vandaðar innréttingar og tæki eru í íbúð. Tvennar stórar svalir til norðurs (15,6 fm.) og suðurs (9,5 fm.). Íbúðinni fylgja tvö sér bílastæði í bílageymslu. Gólfhiti er í öllum rýmum íbúðar og gólfsíðir gluggar í stofum og hjónaherbergi. Lofthæð er 2,6 metrar og innfelld lýsing í loftum íbúðar.  

Verið er að leggja lokahönd á að klæða allt húsið með nýrri vandaðri klæðningu þar sem engu er til sparað. Samhliða nýrri klæðningu var húsið einangrað upp á nýtt og svalir klæddar með lerki að innan og gler svalahandriðum komið fyrir. Verklok eru í maí 2019 og eru allar framkvæmdir við húsið þegar greiddar.


Sameign er mjög snyrtileg með flísum á gólfi. Mikil lofthæð er í geymslu og bílageymslu. Möguleiki að vera með milliloft í geymslu þar sem lofthæð er um 5 metrar. Lofthæð í bílageymslu er meiri en gengur og gerist og því hægt að leggja þar upphækkuðum bifreiðum.  


Lýsing eignar:
Forstofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi, góðum skápum með miklu skápaplássi.
Gangur: Með parketi á gólfi og fallegum sprautulökkuðum veggfestum skenki.
Svefnherbergi I: Er rúmgott (14,1 fm.) að stærð með parketi á gólfi. Skápar, innfelld lýsing og gluggi til norðurs.
Stórt opið alrými sem skiptist í stofu, borðstofu og eldhús.
Eldhús: Með parketi á gólfi og fallegri sprautulakkaðri eldhúsinnréttingu með eyju. Gott skápapláss og innfelld lýsing í loftum. Miele uppþvottavél, Gorenje stál bakaraofn, Gorenje keramik helluborð og vifta. Eldhús er opið við stofu og borðstofu.
Svalir I: Eru rúmgóðar eða 15,6 fermetrar og snúa til norðurs. Svalir verða klæddar með lerki að innan. Fallegt útsýni til fjalla og yfir höfuðborgarsvæðið.
Borðstofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi. Innfelld lýsing í loftum. Gólfsíðir gluggar með afar fallegu útsýni til norðurs. Borðstofa er opin við eldhús og stofu.
Stofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi. Innfelld lýsing í loftum. Gólfsíðir gluggar með afar fallegu útsýni til norðurs. Stofa er opin við borðstofu og eldhús.
Baðherbergi: Er rúmgott og flísalagt í gólf og veggi. Gólfhiti er á baðherbergi líkt og í öðrum rýmum íbúðarinnar. Flísalögð sturta með glerhurð og baðkar með sturtutækjum. Falleg innrétting við vask, skápur, handklæðaofn og innfelld lýsing.
Svefnherbergi II: Er rúmgott (16,0 fm.) að stærð með parketi á gólfi. Skápar, innfelld lýsing og gluggar til suðurs. 
Hjónaherbergi: Er rúmgott með góðum skápum á heilum vegg sem ná upp í loft. Gólfsíðir gluggar til suðurs með útgengi á suðursvalir.
Svalir II: Eru rúmgóðar eða 9,5 fermetrar að stærð. Útgengi frá hjónaherbergi. Klæddar lerki að innan.
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi, hillum, vask, tengi fyrir þvottavél/þurrkara og útloftun.

Í kjallara hússins eru:
Sér geymsla: Er 6,9 fermetrar að stærð með mikilli lofthæð og loftræstingu. Möguleiki er að koma fyrir millilofti í geymslu vegna mikillar lofthæðar.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla: Með máluðu gólfi og loftræstingu. 
Tvö sér bílastæði: Í lokaðri, upphitaðri og loftræstri bílageymslu. Stór innkeyrsluhurð og meiri lofthæð en gengur og gerist í flestum bílageymslu. Möguleiki að keyra inn breyttar jeppabifreiðar.

Húsið að utan: Er í góðu ástandi en verið er að leggja lokahönd á að klæða og einangra allt húsið. Búið er að greiða fyrir allar framkvæmdir við húsið og eru verklok í maí 2019. 

Sameign hússins er öll mjög snyrtileg og er lyfta í húsinu. Myndavéladyrasími í öllum íbúðum. Húsvörður er í húsinu frá klukkan 08:00-12:00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson hdl. og lögg. fasteignasali í síma 570-4500 eða á netfanginu heimir@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Langalína 2

CAPTCHA code


Heimir Fannar Hallgrímsson
Hdl. og lögg. fasteignasali