Naustavör 10, Kópavogur
51.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
2 herb.
93,5 m2
51.900.000
Stofur
1
Herbergi
2
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
1
Byggingaár
2015
Brunabótamat
39.920.000
Fasteignamat
48.250.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. sími 570-4500 kynnir afar fallega, bjarta og rúmgóða 93,5 fermetra 2ja herbergja íbúð á 1. hæð með stórri viðarverönd (tæplega 40 fermetrar) til vesturs/norðurs í 3 hæða nýlegu húsi við Naustavör 10 í Kópavogi. Glæsilegs útsýnis nýtur frá eigninni til norðurs út á Fossvoginn, að Öskjuhlíðinni og Perlunni. Sér bílastæði merkt 02B12 í upphitaðri bílageymslu fylgir íbúðinni. Rúmgóð sérgeymsla í kjallara. Myndavéladyrasími er í húsinu.

Frágangur lóðar er afar glæsilegur með fallegum gróðri, stéttum með snjóbræðslu og kvöldlýsingu.

Eignin skiptist í forstofu, svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, eldhús og rúmgóða stofu, með góðu rými fyrir borðstofuborð og útgengi á stóran viðarsólpall til vesturs/norðurs.


Nánari lýsing:
Forstofa: Með flísum á gólfi og góðum skápum.
Stofa: Er rúmgóð og björt eikar viðarparketi á gólfi. Stofa rúmar vel setustofu og borðstofu. Gluggar til vesturs og norðurs. Útgengi á stóra viðarverönd.
Viðarverönd: Er stór eða um 40 fermetrar að stærð. Glæsilegs útsýnis nýtur til norðurs út á Fossvoginn, Öskjuhlíðina, Perlunni, smábátahöfninni og víðar. Rafmagnstenglar og kvöldlýsing við verönd.
Eldhús: Er með eikar viðarparketi á gólfi og fallegri sprautulakkaðri eldhúsinnréttingu frá Brúnás. Lýsing undir skápum. AEG stál bakaraofn og keramik helluborð. Stál gufugleypir og innbyggð uppþvottavél. Flísar á milli skápa. Gluggi til vesturs og norðurs.
Svefnherbergi: Með eikar viðarparketi á gólfi, skápum á heilan vegg sem ná upp í loft og glugga til vesturs.
Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, rúmgóð flísalögð sturta með glerþili, upphengt salerni, falleg innrétting við vask og handklæðaofn.
Þvottaherbergi: Er með flísum á gólfi, tengi fyrir þvottavél/þurrkara, vinnuborð með vaski og útloftun.

Sérstæði: Er staðsett í upphitaðri bílageymslu merkt 02B12. Rafmagnstengill er við bílastæði. 

Sameign: Er virkilega snyrtileg með flísum og teppi á gólfum. Lyfta er í húsinu. Ytri forstofa sameignar með mikilli lofthæð og gler rafmagnsrennihurðum. Rafmagnsopnun á hurðum í sameign.
Hjóla- og vagnageymsla: Eru tvær talsins. Önnur er staðsett frá ytri forstou í sameign og hin í kjallara með útgengi á baklóð.  Báðar rúmgóðar með máluðu gólfi.

Húsið: Lítur virkilega vel út enda nýlegt, byggt af Bygg árið 2015/2016. Húsið er viðhaldslítið og klætt að mestu með báruáli.
Lóðin: Er frágengin með fallegum gróðri, hellulögðum stéttum með snjóbræðslu og kvöldlýsingu. Næg bílastæði á lóð.
Staðsetning: Er virkilega góð við sjávarkampinn. Fallegar hjóla og gönguleiðir sem tengjast m.a. við Öskjuhlíð, Fossvog og nærliggjandi sveitarfélög. Stutt í alla verslun og þjónustu, sundlaug, íþróttasvæði og grunnskóla.

Bókun á skoðun og allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 570-4500 eða á netfanginu heimir@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Naustavör 10

CAPTCHA code


Heimir Fannar Hallgrímsson
Hdl. og lögg. fasteignasali