Kórsalir 3, Kópavogur
79.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
7 herb.
180,7 m2
79.900.000
Stofur
3
Herbergi
7
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
4
Byggingaár
2001
Brunabótamat
56.520.000
Fasteignamat
64.550.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu glæsilega 180,7 fermetra 6 herbergja útsýnisíbúð á 6. og 7. hæð í góðu fjölbýlishúsi við Kórsali í Kópavogi auk sér bílastæðis í lokaðri og upphitaðri bílageymslu.  Svalir eru til suðurs út af stofum á neðri hæð íbúðarinnar og 43,5 fermetra þakgarður út af sjónvarpsstofu á efri hæð íbúðarinnar.  Útsýni frá eigninni er virkilega glæsilegt yfir Reykjanesið, Bláfjöll og víðar.   Nýlegt mjög fallegt harðparket er á gólfum, íbúðin öll nýlega máluð að innan og mjög mikið skápapláss er í íbúðinni.

Auðvelt er að bæta fimmta svefnherberginu við í eigninni, en teikningar af eigninni gera ráð fyrir því að 3 svefnherbergi séu á neðri hæð íbúðarinnar og 2 á efri hæð.


Lýsing eignar:
Forstofa: parketlögð og með fataskápum.
Þvottaherbergi: lakkað gólf, vinnuborð, vaskur og vélar í vinnuhæð.
Hjónaherbergi: stórt, parketlagt og með fataskápum.
Barnaherbergi I: parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Hol: parketlagt og með miklum fataskápum.
Baðherbergi: flísalagt gólf og veggir, innrétting, vegghengt wc og flísalögð sturta.
Stofur: samliggjandi bjartar og rúmgóðar borð- og setustofa með gluggum í tvær áttir, frábæru útsýni og útgengi á rúmgóðar svalir til suðurs. 
Eldhús: parketlagt og opið við stofur með fallegum hvítum innréttingum og eyju með harðviðarborðplötum. Innbyggð uppþvottavél, gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp og gluggi til suðurs þaðan sem nýtur mikils útsýnis.

Gengið er upp á efri hæð íbúðarinnar um fallegan stálstiga með viðarþrepum:

Sjónvarpsstofa: parketlögð og björt með mikilli lofthæð og útgengi í 43,5 fermetra hellulagðan þakgarð þaðan sem mikils útsýnis nýtur yfir Reykjanesið, til sjávar, að Bláfjöllum og víðar.
Barnaherbergi II: parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Barnaherbergi III: parketlagt og rúmgott með fataskápum.

Í kjallara hússins eru:
Sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu.
Sér geymsla, 17,8 fermetrar að stærð og með hillum.
Sameiginleg hjólageymsla, rúmgóð og með útgengi á lóð.

Húsið að utan virðist vera í góðu ástandi.
Lóðin er fullfrágengin með góðri aðkomu og fjölda bílastæða á lóð.

Staðsetning eignarinnar er mjög góð á frábærum útsýnisstað þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla, sundlaug, verslanir, fallegar gönguleiðir og þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Kórsalir 3

CAPTCHA code


Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteignasali