Sævangur 11, Hafnarfjörður
79.900.000 Kr.
Einbýlishús
6 herb.
196,6 m2
79.900.000
Stofur
2
Herbergi
6
Baðherbergi
3
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1978
Brunabótamat
63.800.000
Fasteignamat
70.350.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Opið hús - Sævangur 11 - þriðjudaginn 26. mars milli klukkan 17:15 - 17:45.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir virkilega vel skipulagt og frábærlega staðsett 196,6 fermetra einbýlishús á einni hæð á einstökum útsýnisstað við opið svæði við Sævang í Hafnarfirði. Bílskúrinn er 53,0 fermetrar að stærð og með baðherbergi innaf þannig að í honum væri hægt að innrétta aukaíbúð. Aukin lofthæð er í hluta hússins, loft tekin upp og klædd.

Nýlega hefur verið skipt um þakjárn, þakborð og þakpappa auk þess sem þakkantur, þakrennur og niðurföll voru endurnýjuð. Allt gler í húsinu og gluggalistar að hluta voru endurnýjuð fyrir um 4 árum síðan. 


Lýsing eignar:
Forstofa: flísalögð og með fataskápum.
Gestasnyrting: með glugga, flísalagt gólf og veggir.
Sjónvarpshol: parketlagt og bjart og með einstöku útsýni yfir Hafnarfjörð, að Bláfjöllum og víðar.
Setustofa: parketlögð og björt og gert ráð fyrir arni.
Borðstofa: parketlögð og björt og með einstöku útsýni til sjávar, að Reykjanesi, Keili og víðar.
Eldhús: stórt, dúklagt og með góðri borðaðstöðu. Upprunalegar viðarinnréttingar með flísum á milli skápa. 
Þvottaherbergi: innaf eldhúsi er flísalagt og með innréttingum, vinnuborði, vaski og útgengi á lóð.
Svefngangur: parketlagður og með útgengi á verönd til suðurs og austurs þaðan sem nýtur virkilega fallegs útsýnis.
Barnaherbergi I: parketlagt og með fataskáp.
Barnaherbergi II: parketlagt og með fataskáp. 
Barnaherbergi III: málað gólf. 
Hjónaherbergi: stórt, parketlagt og með fataskápum á heilum vegg. 
Baðherbergi: stórt og með glugga, dúklagt gólf og flísalagðir veggir, innrétting, baðkar og sturtuklefi. 
Geymsla: með hillum, dúklögð.

Bílskúr: er með göngudyrum, stórum innkeyrsludyrum, góðum gluggum, hita, rafmagni og rennandi heitu og köldu vatni.  Baðherbergi með sturtu er innaf bílskúr og því væri auðvelt að útbúa aukaíbúð í bílskúr ef vill. 

Húsið að utan: virðist vera í góðu ástandi og þakjárn, þakpappi, þakborð, þakkantur, þakrennur og niðurföll voru endurnýjuð árið 2014. 

Lóðin: er 946,0 fermetrar að stærð og stendur við opið óbyggt svæði og hraun þaðan sem nýtur gríðarlega fallegs útsýnis bæði til fjalla og til sjávar.  Stór hellulögð innkeyrsla og stétt fyrir framan húsið, tyrfðar flatir, lágreistur gróður og hellulögð verönd til suðurs og austurs. 

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á fallegum og rólegum útsýnisstað þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla, sundlaug, verslanir og aðra þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Sævangur 11

CAPTCHA code


Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteignasali