Hallkelsstaðir Jörð, Reykholt Borgarfirði
79.900.000 Kr.
Lóð / Jarðir
0 herb.
0 m2
79.900.000
Stofur
Herbergi
0
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
Byggingaár
0
Brunabótamat
64.935.000
Fasteignamat
19.760.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu 497 hektara jörð að Hallkelsstöðum í Borgarfirði. Jörðin er frábærlega staðsett í næsta nágrenni við Húsafell og með glæsilegu útsýni að Langjökli, Eiríksjökli, suður eftir Hallmundarhrauni og inn á Arnarvatnsheiðina. Gott beitarland er á jörðinni og stutt er í alla þjónustu í Húsafelli.

Á jörðinni stendur 154,3 fermetra hús á þremur pöllum og með rislofti. Húsið er í nokkuð góðu ásigkomulagi, álklætt, með rafmagnskyndingu og 200 lítra hitakúti. Þá er 54,3 fermetra hlaða og 46,1 fermetra fjós við hlið húss. 19,2 fermetra reykhús og smiðja er fyrir ofan hús. Aðeins fjær stendur 107,6 fermetra hlaða og 200,1 fermetra fjárhús. Allar byggingar, utan húss, hafa ekki verið notuð í fjölda ára og er kominn tími á viðhald á þeim byggingum.

Hér er um að ræða vel staðsetta jörð nærri höfuðborginni, sem nýta má með margvíslegum hætti, t.d. í sambandi við ferðaþjónustu. Seljandi skoðar skipti á eign á höfuðborgarsvæðinu.


Nánari lýsing á húsi:

Forstofa: Er rúmgóð með dúk á gólfi, fatahengi og glugga. Gengið þaðan inn í stofu og stigagang.
Stofa: Er stór með parketi á gólfi. Gluggar á þrjá vegu og útgengi frá stofu út á lóð. 
Stigagangur: Er fallegur með viðargólfi, viðhandriði og panel á veggjum. Gengið þaðan á neðri hæð og upp á efri hæð. 
Efri hæð:
Stigahol: Gengið þaðan inn í 4 svefnherbergi og þaðan upp á risloft.
Svefnherbergi I: Viðarfjalir á gólfi, innbyggðir skápar og gluggi með glæsilegu útsýni.
Svefnherbergi II: Viðarfjalir á gólfi, gluggar á tvo vegu með glæsilegu útsýni.
Svefnherbergi III: Dúkur á gólfi og gluggi.
Svefnherbergi IV: Dúkur á gólfi, innbyggður skápur og gluggi.
Risloft: Tumburstigi úr stigaholi. Hægt að standa undir mæni og gluggar á tvo vegu. 
Neðri hæð:
Hol: Með dúkflísum á gólfi og innbyggðum skáp. Gengið þaðan inn í eldhús, geymslu, baðherbergi og búr.
Eldhús: Er stórt með dúkflísum á gólfi og fallegri hvítri eldhúsinnréttingu með flísum á milli skápa. Electrolux eldavél, tengi fyrir uppþvottavél, gluggar á tvo vegu með fallegu útsýni og gott pláss fyrir borðstofuborð.
Baðherbergi: Flísar á gólfi, flísalögð sturta, tengi fyrir þvottavél, vinnuborð, vaskur og gluggi.
Geymsla: Er gluggalaus með máluðu gólfi.
Búr: Með glugga og hillum.

Stutt er í ýmsa afþreyingu og náttúruparadísir í næsta nágrenni. Má þar nefna Langjökul, Barnafossa, Hvítá, Húsafell, golfvöll, veitingastað o.fl.
 
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Hallkelsstaðir Jörð

CAPTCHA code


Heimir Fannar Hallgrímsson
Hdl. og lögg. fasteignasali