Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu mjög bjarta, vel skipulagða og fallega 2ja herbergja 83,6 fermetra íbúð með tvennum svölum í vönduðu fjölbýlishúsi með lyftu á þessum eftirsótta stað í vesturbænum. Sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu fylgir með í eigninni.
Íbúðin er laus til afhendingar strax.
Lýsing eignar:
Forstofa: flísalögð og með fataskápum.
Gangur: flísalagður.
Baðherbergi: flísalagt gólf og veggir, baðkar með sturtuaðstöðu og miklar innréttingar með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. (Einnig sér þvottaherbergi innan íbúðar, en nýtt sem vinnuherbergi).
Hjónaherbergi: rúmgott, parketlagt og með fataskápum á heilum vegg.
Stofa: björt og rúmgóð með útgengi á svalir til vesturs. Sjávarútsýni er frá svölum og úr stofu.
Eldhús: flísalagt og bjart með fallegum viðarinnréttingum með mósaikflísum á milli skápa og tengi fyrir uppþvottvél. Borðaðstaða er í eldhúsi og útgengi á skjólsælar svalir til suðurs.
Þvottaherbergi: með glugga, flísalagt, en nýtt sem vinnuherbergi. Allar lagnir til staðar til að útbúa þvottaherbergi.
Í kjallara hússins eru:
Sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu.
Sér geymsla með hillum, 8,6 fermetrar stærð.
Sameiginleg hjólageymsla er á jarðhæð.
Húsið að utan virðist vera í góðu ásigkomulagi, klætt með áli og því viðhaldslítið.
Sameign hússins er mjög snyrtileg.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum stað á Grandanum þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla og aðra þjónustu. Öll aðkoma að húsinu er virkilega góð og næg bílastæði á malbikaðri innkeyrslu.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða netfanginu fastmark@fastmark.is