Garðatorg 7, Garðabær
49.000.000 Kr.
Fjölbýlishús
3 herb.
101,5 m2
49.000.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
1995
Brunabótamat
28.750.000
Fasteignamat
38.400.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja 101,5 fermetra íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi við lyftu á þessum eftirsótta stað við Garðatorg í Garðabæ.

Virkilega falleg eign á góðum stað í miðbæ Garðabæjar þaðan sem mjög stutt er í alla þjónustu, t.a.m. verslanir, heilsugæslu o.fl.

Eignin er laus til afhendingar nú þegar.


Lýsing eignar:
Forstofa: flísalögð og með fataskápum.
Baðherbergi: með glugga, flísalagt gólf og veggir, baðkar, flísalögð sturta, innrétting og handklæðaofn. 
Barnaherbergi: parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Þvottaherbergi: rúmgott með flísalögðu gólfi og vaski. 
Hjónaherbergi: stórt, parketlagt og með fataskápum á heilum vegg. 
Stofa: stór, parketlögð og björt með útgengi á rúmgóðar og skjólsælar svalir til suðurs, sem heimilt er að loka með glerlokun.
Eldhús: parketlagt og með fallegum hvítum + kirsuberjaviðarinnréttingum með flísum á milli skápa og tengi fyrir uppþvottavél. Gluggi er á eldhúsi.

Sér geymsla: er í kjallara hússins.

Húsið að utan: virðist vera í góðu ásigkomulagi, en nánari upplýsingar um húsið að utan er að finna í yfirlýsingu húsfélags, sem nálgast má á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. 

Lóðin er fullfrágengin með góðri aðkomu, fjölda malbikaðra bílastæða og hellulagðri stétt fyrir framan húsið með hitalögnum undir.

Staðsetning: eignarinnar er virkilega góð og öll þjónusta er í göngufæri, s.s. heilsugæsla, matvöruversluna, veitingahús, verslanir, bókasafn, sundlaug Garðabæjar o.fl. 
Senda fyrirspurn vegna

Garðatorg 7

CAPTCHA code


Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteignasali