Vatnsstígur 22, Reykjavík
104.500.000 Kr.
Fjölbýlishús
3 herb.
135,6 m2
104.500.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
2
Byggingaár
2015
Brunabótamat
47.400.000
Fasteignamat
98.800.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir virkilega glæsilega 135,6 fermetra 3ja-4ra herbergja íbúð á 3. hæð með stórkostlegu útsýni út á sundin að Esjunni, Hörpu og víðar og rúmgóðum suðursvölum í mjög nýlegu og vönduðu fjölbýlishúsi við Vatnsstíg 22 í Reykjavík.  Íbúðinni fylgir sér bílastæði í bílageymslu með tengi fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla.  Íbúðin er austan megin í austasta húsinu við Vatnsstíg í neðstu röð við sjóinn og frá henni nýtur afar fallegs útsýnis.  Gólfsíðir gluggar eru í íbúðinni og vandaðar gardínur sem hægt er að draga sérstaklega fyrir neðri hluta allra glugga íbúðarinnar. 

Núverandi eigendur hönnuðu íbúðina sjálf að innan og er mikið lagt í innréttingar, tæki og gólfefni, sem eru mjög vönduð. Innréttingar eru hvítar sprautulakkaðar og úr hnotu og quartz er á borðum innréttinga. Innihurðir eru allar extra háar úr hnotu og án gerefta. Loft eru tekin niður að hluta og með innfelldri lýsingu. Led-lýsing er í allri íbúðinni. 


Lýsing eignar:
Forstofa: flísalögð og með hvítum sprautulökkuðum fataskápum og skúffum.
Gestasnyrting: flísalagt gólf og veggir og innrétting.
Þvottaherbergi: flísalagt gólf og innrétting með vinnuborði.
Eldhús: opið við stofu, parketlagt og með hvítum sprautulökkuðum innréttingum og úr hnotu með quartz á borðum, innbyggðum ísskáp, innbyggðri uppþvottavél og vínkæli.  Eyja er í eldhúsi er stór með quartz á borðum og á enda og með spanhelluborði. Háfur kemur upp úr borði á eyju.  Góðir skápar eru í eyju í eldhúsi og gluggar til austurs, sem gera eldhúsið mjög bjart.
Stofa: stór, parketlögð og björt með gólfsíðum gluggum. Frá stofu er stórkostlegt útsýni út á Sundin, að Esjunni, Hörpunni, Akranesi og yfir austurborgina.
Svefngangur: parketlagður. 
Baðherbergi: flísalagt gólf og veggir, baðkar og stór flísalögð sturta með glerhurð. Í baðherbergi eru innréttingar úr hnotu með quartz á borðum og efri skápar með speglum og lýsingu.
Sjónvarpshol: parketlagt og með útgengi á skjólsælar og rúmgóðar svalir til suðurs.
Hjónaherbergi: stórt, parketlagt og með hvítum sprautulökkuðum fataskápum á heilum vegg. 
Barnaherbergi: rúmgott, parketlagt og með fataskáp. 

Í kjallara hússins eru:
Sér geymsla: 7,0 fermetrar að stærð með mikilli lofthæð, hillum og loftræstingu.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla: flísalögð stór og loftræst. 
Sér bílastæði: í lokaðri, upphitaðri og loftræstri bílageymslu með eftirlitsmyndavélakerfi.  Við hvert stæði í bílageymslu er tengi fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.

Húsið að utan: er í góðu ástandi, klætt með flísum og viðhaldslítið.  Gluggar eru ál/tré.

Sameign hússins er öll mjög snyrtileg og tvær lyftur eru í húsinu. 

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð í neðstu röð austan megin í austasta húsinu í Skugganum með óhindruðu sjávarútsýni. 
Senda fyrirspurn vegna

Vatnsstígur 22

CAPTCHA code


Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteignasali