Mið-Fossar , Borgarnes
Tilboð
Lóð / Jarðir
herb.
3 m2
Tilboð
Stofur
Herbergi
Baðherbergi
Svefnherbergi
Byggingaár
Brunabótamat
477.840.000
Fasteignamat
110.446.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Einstakt tækifæri í hestamennsku.

Jörðin Mið-Fossar í Borgarbyggð -  Hestamiðstöð með reiðhöll, reiðvelli, skeiðvelli, hesthúsum fyrir 79 hesta, tækjageymslu o.fl. 


Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir jörðina Mið-Fossar í Borgarbyggð, sem er 599,0 hektarar að stærð með 52,9 hekturum ræktaðs lands. Á jörðinni eru 2030,0 fermetra reiðhöll með öllum tilheyrandi búnaði, s.s. áhorfendastúku, hljóðkerfi, salernum, hitablásurum, tvennum innkeyrsludyrum o.fl. o.fl.   Mjög vönduð hesthús, samtals um 750 fermetrar að stærð með stíum úr ryðfríu stáli fyrir 79 hesta, góðri kaffistofu, kennslustofu/fundaraðstöðu, eldhúsi, snyrtingum o.fl.   Tækjageymsla er um 300 fermetrar að stærð með góðum gluggum og innkeyrsludyrum.  Undir hesthúsi er haughús, sem ekið er inn í til að tæma.  Gólfhiti er í hesthúsum og tækjageymslu.  Jörðin er vel staðsett með tilliti til allrar þjónustu, en hún er í næsta nágrenni við Hvanneyri og Borgarnes.  Á jörðinni er malarnáma til efnistöku með öllum tilskyldum leyfum.

Á jörðinni er einnig íbúðarhús á tveimur hæðum, sem er 330,4 fermetrar að stærð að meðtöldum 61,8 fermetra bílskúr.  Íbúðarhúsið er með lítilli auka íbúð á neðri hæð.

Á jörðinni eru glæsilegur skeiðvöllur og reiðvöllur með dómarahúsi, reiðstígar, mikið ræktað land, úthagar og malarnáma.  Góð skotveiði hefur verið á landinu.

Jörðin er girt að mjög stóru leiti og þó nokkur tækjakostur fylgir með jörðinni, s.s traktor, liðléttingur, sópvél, dekkjavalti, öll húsgögn, eftirlitsmyndavélakerfi og fleira lausafé. 

Reiðstígar eru fyrir aftan reiðhöllina fram hjá stykkinu við lækinn og alveg inn úr og í kringum fellið og að Hesti, sem er við enda landareignarinnar vestan megin. Einnig eru reiðleiðir með fram Hestfjalli, sem OR mun svo leggja áfram að vegi upp í Skorradal, þar sem gamla heitavatnslögnin var. Skipt var um heitavatnslögn skv. samkomulagi. Inni í því samkomulagi var endurnýjun á mörgum girðingum og lagning reiðvegar. Einnig vegur/reiðleið norðan megin.  


Jörðin hefur verið í leigu til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri en sá leigusamningur er að renna út. 

Frábært tækifæri til að eignast einstaka perlu fyrir hestamennsku á mjög fallegum stað steinsnar frá höfuðborginni.

Allar nánari upplýsingar, landamerkjakort með hnitum o.fl. veitir Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali, í netfanginu gtj@fastmark.is eða í síma 570-4500.
Senda fyrirspurn vegna

Mið-Fossar

CAPTCHA code


Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteignasali