Stóragerði 9, Reykjavík
Tilboð
Sérhæð
5 herb.
164,5 m2
Tilboð
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1965
Brunabótamat
44.560.000
Fasteignamat
57.000.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir afar glæsilega og mikið endurnýjaða 5 herbergja (4 svefnherbergi) 164,5 fermetra miðhæð, þar af 28,1 fermetra bílskúr, í mjög fallegu og virðulegu steinhúsi á þessum eftirsótta stað í Gerðunum í Reykjavík. Húsið lítur vel út að utan og var múrviðgert og málað fyrir þremur árum síðan. Búið er að endurnýja eldhús, gólfefni, hurðir, klæðaskápa, baðherbergi, rafmagnstöflu íbúðar, hitakerfið yfirfarið og skipt um hitastýringu. 


Eignin skiptist í forstofu, svefngang, fjögur svefnherbergi (þar af eru þrjú mjög rúmgóð), baðherbergi, eldhús, þvottaherbergi og stóra stofu. Suðursvalir eru út frá stofu. Mjög gott skipulag og stórir gluggar sem hleypa inn góðri birtu. Í kjallara er sér geymsla sem er 7,6 fermetrar. Góður 28,1 fermetra bílskúr.


Lýsing eignar:
Forstofa:
Með marmara á gólfi. Gengið inn á sameign og inn í þvottaherbergi frá forstofu.
Þvottaherbergi: Er rúmgott með nýjum dúk á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vask og glugga til norðurs.
Eldhús: Er nýtt og virkilega glæsilegt með stórri eldhúseyju og miklu skápaplássi. Innréttingin er sérsmíðuð frá Brúnás. Vönduð tæki frá Eirvík. Siemens stál bakaraofn, Siemens 77cm keramik helluborð og Elica eyjuháfur. Gert er ráð fyrir innbyggðum kæliskáp og uppþvottavél. Eldhús er opið inn í borðstofu/stofu. Stórir gluggar til suðurs og útgengi á rúmgóðar suðursvalir. 
Svefngangur: Með nýju harðparketi á gólfi. Gengið þaðan inn í öll svefnherbergi og baðherbergi.
Svefnherbergi I: Er rúmgott með nýju harðparketi á gólfi, nýjum klæðaskápum á heilan vegg og gluggum til norðurs.
Svefnherbergi II: Er rúmgott með nýju harðparketi á gólfi og stórum glugga til suðurs. 
Hjónaherbergi: Er rúmgott með nýju harðparketi á gólfi, nýjum klæðaskápum á heilan vegg og glugga til suðurs. 
Svefnherbergi III: Með nýju harðparketi á gólfi og glugga til austurs.
Stofa: Er stór með nýju harðparketi á gólfi. Rúmar vel borðstofu og stofu. Stórir gluggar til suður og gluggi til vesturs.

Bílskúr: Er 28,1 fermetrar, ný málaður, með gluggum, heitu vatni og rafmagni.

Sameign: Er snyrtileg með máluðu gólfi.
Sér geymsla: er í kjallara, 7,6 fermetrar á stærð og ný máluð.
Sameiginleg hitakompa: Er í kjallara.
Hús að utan: Er í góðu ásigkomulagi. Múrviðgert og málað fyrir þremur árum síðan.
Lóð: Er falleg og vel gróin. Falleg aðkoma er að húsinu. Góð aðkoma að bílskúr.
Staðsetning: Er afar góð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir F. Hallgrímsson, hdl. og lögg. fasteignasali í síma 570-4500 eða á netfanginu heimir@fastmark.is
Senda fyrirspurn vegna

Stóragerði 9

CAPTCHA code


Heimir Fannar Hallgrímsson
Hdl. og lögg. fasteignasali