Ljónastígur 10, Flúðir
Tilboð
Einbýlishús
6 herb.
313,2 m2
Tilboð
Stofur
1
Herbergi
6
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
5
Byggingaár
1993
Brunabótamat
86.250.000
Fasteignamat
44.700.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


----------------------------------------   Skipti möguleg á eign í Reykjavík  ---------------------------------------------------

Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir einstaklega fallegt og vandað 313,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum að meðtöldum 40,9 fermetra bílskúr á Flúðum, Hrunamannahreppi. Húsið er afar vel skipulagt. Arkitekt hússins er Guðmundur Kr. Guðmundsson. Lýsing er hönnuð af Helga Eiríkssyni hjá Lúmex. Hönnuður lóðar er Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt hjá Hornsteinum.

Eignin er mjög vel staðsett, með víðáttumiklu útsýni og við enda lokaðrar götu og þaðan er stutt í villta náttúru. Lóðin er 2.000 fermetrar að stærð, skjólgóð leigulóð, ræktuð háum trjám og runnum. Bílaplan og stétt heim að húsi er hellulögð og upphituð.

Beykiparket og terracotta flísar eru á gólfum og brasilísk fura í loftum efri hæðar. 


Lýsing eignar:
Neðri hæð:
Forstofa, með fatahengi. Terracotta flísar eru á gólfi.
Gangur, og rými fyrir framan forstofu, flísalagt með terracotta flísum.
Þrjú rúmgóð herbergi, öll með góðu skápaplássi. Beykiparket á gólfum.
Lítið geymsluherbergi, beykiparket á gólfi.
Baðherbergi, með gluggum, vaski í innréttingu, baðkari og sturtuklefa. Flísar á gólfi og veggjum.
Þvottaherbergi, einstaklega rúmgott, með gluggum og miklum innréttingum. Tvöfaldur vaskur, stórt vinnuborð og straubretti innbyggt í innréttingu. Terracotta flísar á gólfi. Þvottarenna fyrir óhreinan þvott frá efri hæðinni. Útgangur úr þvottaherbergi er í rými fyrir framan forstofu, bílskúr og geymslu.
Geymsla, innaf þvottaherbergi, rúmgóð og mikið hillupláss ( hægt er að setja stóran glugga í geymsluna). Málað gólf. Innangengt úr bílskúr og þvottaherbergi.
Bílskúr, upphitaður og með gluggum, hillum, fatahengi, þvottavaski o.fl. Gólfefni bílskúrs er frá Gólflögnum ehf.

Hluti neðri hæðar er hannaður þannig að auðvelt væri að breyta í litla íbúð með sér inngangi að utan.

Efri hæð:
Af neðri hæð er gengið upp um bjart stigahús/glerhýsi.
Terracotta flísar á gólfi.
Millipallur í stigahúsi,  er mjög bjartur - gler í þaki og hluta veggja. Útgengi er af millipalli stigahúss út á timburverönd. Einnig útgengi í glerhýsi með heitum potti. Þaðan er útgengi um tvöfaldar dyr út á timburverönd.
Rúmgóð stofa, borð- og setustofa, með mikilli lofthæð og innbyggðum ljósum í loftum. Beykiparket á gólfi. Fallegur arinn er í stofu með flísalögn fyrir framan. Útgengi er úr borðstofu á svalir til vesturs.
Rúmgott eldhús, með smekklegri innréttingu úr beyki og eldunareyju. Steinn á borðum og á eldunareyju. Rúmgóð borðaðstaða, einnig áfast vinnuborð með skúffum og hillum. Parket á gólfi. Útgengi er úr eldhúsi á svalir til vesturs.
Búr, innaf eldhúsi með frágangsborði og hillum. Beykiparket á gólfi.
Sjónvarpshol, með fastri innréttingu og bókahillum. Beykiparket á gólfi.
Herbergi, innaf sjónvarpsholi með skápum og hillum. Beykiparket á gólfi.
Hjónaherbergi, með innréttingu og miklu skápaplássi. Beykiparket á gólfi. Innangengt þaðan í baðherbergi.
Baðherbergi, með glugga, sturtuklefa, vaski og innréttingu. Flísalagt í gólf og veggi. Innangengt er úr baðherbergi í hjónaherbergi og gestasnyrtingu.
Gestasnyrting, með glugga og innréttingu. Innangengt er þaðan í baðherbergi.
Svalir, stórar og miklar svalir meðfram vesturhlið hússins. Útisteinefni (svart steinefni) frá Hornafirði unnið og lagt af Gólflögnum ehf.

Hænsnakofi, er á lóð, upphitaður með rafmagnsofni, í dag nýttur sem geymsla. Hæsnakofinn er einnig teiknaður af Guðmundi Kr. Guðmundssyni arkitekt.
Senda fyrirspurn vegna

Ljónastígur 10

CAPTCHA code


Jón Guðmundsson
Lögg. fasteignasali