Sumarhús Þingvellir 2, Selfoss
Tilboð
Sumarhús
2 herb.
37,9 m2
Tilboð
Stofur
1
Herbergi
2
Baðherbergi
Svefnherbergi
1
Byggingaár
1987
Brunabótamat
12.350.000
Fasteignamat
7.453.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignamarkaðurinn ehf. s. 570-4500 kynnir 37,9 fermetra sumarbústað á 5.000 fermetra eignarlóð í Miðfellslandi (Sandskeið F-gata), Bláskógabyggð, með útsýni yfir Þingvallavatn.  Húsið hefur nýlega verið mikið endurnýjað hið innra og er í góðu ástandi.  Húsið að utan og gluggar eru nýmáluð og nýbúið er að bera á verönd.   Vatnslagnir og hitakútur voru endurnýjuð í sumar.

Landið er girt, vaxið kjarri, birkitrjám og lyngi. Timburverönd er á tvo vegu með glerjuðum skjólveggjum. Bústaðurinn stendur á steyptum stöplum og er klæddur lóðréttri timburklæðningu. Bárustál er á þaki.

Deiliskipulagsvinnu á svæðinu fer að ljúka skv. upplýsingum frá Byggingarfulltrúa Bláskógabyggðar og því væri mögulegt í framhaldi af því samþykki að sækja um stækkun á húsinu.


Lýsing eignar:
Forstofa, nýlegt plastparket á gólfi.
Geymsla, innaf forstofu með glugga og sturtuaðstöðu. Nýlegt plastparket á gólfi.
Snyrting, með glugga, nýlegt plastparket á gólfi.
Stofa og eldhús eru í  einu opnu rými. Í eldhúsi er furuinnrétting og gashellur og kamína er í stofu. Innaf stofu er opin svefnaðstaða. Á gólfi í opna rýminu eru spónaplötur.

Bústaðurinn er allur furuklæddur hið innra með lóðréttri klæðningu og loft eru furuklædd. Bústaðurinn er raflýstur og með rafmagnskyndingu. Rotþró. Nýr hitakútur er í húsinu. Kalt neysluvatn kemur úr borholu á lóðinni og er ekkert greitt fyrir það. Innbú fylgir utan persónulegra muna. 

Lóðin er eignarlóð 5.000 fermetrar að stærð. Hraunhellur og rauðamöl eru í stíg heim að húsi.
Senda fyrirspurn vegna

Sumarhús Þingvellir 2

CAPTCHA code


Jón Guðmundsson
Lögg. fasteignasali